Fátt er jafn hátíðlegt og að hlusta á jólasyrpu leikna af blásarasveit eða barnakór. Básúnur og horn, flautur og trompetar mynda hinn fullkomna jólahljóm og Garðbæingar búa svo vel að eiga öflugar blásarasveitir í Tónlistarskóla Garðabæjar. Ein sveitanna leikur í lok aðventuhátíðar eða klukkan 15:30 við jólatréð. Barnakór Sjálandsskóla kemur svo fram klukkan 13 á göngugötunni og Barnakór Vídalínskirkju á Garðatorgi 7 kl. 14:20. Fjölskyldan gæti þá hafa notið þess að skapa saman á Hönnunarsafninu og Bókasafninu en á báðum stöðum hefjast smiðjur klukkan 13, þá er hægt að kaupa jólagjafir á pop-up markaði og njóta tónlistar í leiðinni sem Einar Örn Magnússon hefur yfirumsjón með. Jólaball með jólasveinum á Garðatorgi 7 hefst kl. 14:20 og í kjölfarið Langleggur og Skjóða á Bókasafninu.
Það er því ljóst að fullkomin aðventubyrjun er í boði á Garðatorgi þann 30. nóvember.