Bjössi bauð rúmum 100 milljónum hærra en Óskatak!

Óskatak ehf átti lægsta tilboðið í framkvæmdir við gatnagerð í hesthúsahverfinu á Kjóavöllum, en aðeins þrjú tilboð bárust. Óskatak ehf bauð tæpar 500 milljónir króna, sem var töluvert lægra en kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á, á meðan Bjössi ehf bauð rúmum hundrað milljónum krónum betur en Óskatak ehf.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið.

Bjössi ehf. kr. 595.000.000
Óskatak ehf. kr. 487.411.273
Stéttafélagið ehf. kr. 568.397.865

Kostnaðaráætlun kr. 532.857.950

Bæjarráð samþykkti að taka tilboði lægstbjóðanda, Óskataks ehf

Það má því reikna með að framkvæmdir við gatnagerð munu hefjast fljótlega, en meira heilt ár er nú liðið síðan lóðunum var úthlutað á Kjóavöllum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar