Bjarni Thor syngur fyrir bæjarbúa á 17. júní

Bassasöngvarinn og bæjarlistamaður Garðabæjar 2021, Bjarni Thor Kristinsson mun syngja fyrir bæjarbúa og þeirra gesti í sal Tónlistarskóla Garðabæjar á þjóðhátíðardaginn. Dagskráin sem Bjarni Thor mun flytja ásamt Ástríði Öldu píanóleikara á vel við en íslensk sönglög  verða flutt og ljóðin og ljóðskáldin í brennidepli sem á vel við á 17. júní. Tónleikarnir eru ókeypis og hefjast klukkan 20:00. Vegna sóttvarnarreglna er nauðsynlegt fyrir áhugasama að skrá sig á Tix.is – Bjarni Thor Kristinsson – Bráðum kemur betri tíð og tryggja sér þannig miða á tónleikana.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar