Bjarni Thor fyrrum bæjarlistamaður með opna æfingu síðasta vetrardag

Miðvikudaginn 19. apríl klukkan 20 bjóða Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og fyrrum bæjarlistamaður og píanóleikarinn Ástríður Alda, gestum að hlýða á æfingu í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Tónlistarmennirnir velta fyrir sér hvort ljóðmælandinn í Vetrarferð Schuberts sé að segja allan sannleikann? Ástríður Alda og Bjarni Thor eru að undirbúa flutning á þessum stórkostlega ljóðaflokki og eru að velta ýmsum spurningum fyrir sér. Þau ætla að segja frá hugmyndum sínum varðandi ljóðaflokkinn en þau stefna á að setja verkið á svið næsta vetur.

Menningar- og safnanefnd styrkir viðburðinn en aðgangur er ókeypis.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar