Bjarg og Búseti byggja í Garðabæ

östudaginn 19. nóvember sl. var tekin skóflustunga fyrir fjölbýlishús Bjargs og Búseta við Maríugötu í Urriðaholti í Garðabæ. Um er að ræða tvö fjölbýlishús þar sem Bjarg er með 22 leiguíbúðir og Búseti 20 búseturéttaríbúðir. Garðabær leggur til stofnframlag vegna bygginga íbúða Bjargs.

Bjarg og Búseti hafa átt samstarf um hönnun og framkvæmdir verkefnisins og hefur verið samið við ÍAV um heildarverkið.

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkað aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

Skóflustunga! F.v. Árni Stefán Jónsson stjórnarformaður Bjargs, Jón Ögmundsson stjórnarformaður Búseta, Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Garðabæjar, , Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, Áslaug Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar og Þóroddur Ottesen Arnarson forstjóri ÍAV

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar