Bíll brann í Garðabæ – miklar umferðartafir

Eldur kviknaði í jeppabifreið á Reykjanesbraut i Garðabæ á móts við Miðgarð nú fyrir klukkan átta í morgun. Slökkviliðið var fljótt að mæta á svæðið enda með aðstöðu í Hraununum í Hafnarfirði.

Mikill eldur kom upp í bílnum en slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva hann, en mikinn reyk lagði frá jeppabifreiðinni. Miklar umferðartafið urðu á Reykjanesbrautina, frá Hafnarfirði í átt að Kópavogi og voru ökumenn fljótir að bregðast við og fóru Vetrarmýrina eða niður Vifílsstaðaveg og á Hafnarfjarðarveginn til að komast leiðar sinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins urðu engin slys á fólki.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar