Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Val á Hlíðarenda í kvöld í átta liða úrslitum í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfubolta.
Stjörnumenn, sem voru krýndir bikarmeistarar á dögunum, eru til alls líklegir í úrslitakeppninni þótt þeir hafi endað deildina í 6. sæti, en Stjarnan vann þrjá af síðustu fimm leikjum sínum á meðan Valur, sem endaði í þriðja sæti í deildinni, vann fimm af síðustu sex leikjum sínum og tryggðu sér þar með heimavallarréttinn gegn Stjörnunni.
Stjarnan vann Val 78:74-sigur á Hlíðarenda í febrúar, en Valur vann 91:79-sigur í Garðabænum fyrr í vetur. Leikurinn verður flautaður á kl. 20:15 á Hlíðarenda í kvöld.
Myndina tók Bára Dröfn