Barnamenningarhátíð í Garðabæ 2023

Barnamenningarhátíð í Garðabæ 2023 fer fram 17. – 22. apríl 2023 og það er fjölbreyttri dagskrá í boði fyrir skólahópa, en hátíðinni lýkur síðan með fjölskyldudagskrá í Minjagarðinum á Hofsstöðum og Aftur til Hofsstaða á Garðatorgi 7, á Hönnunarsafni Íslands, Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 22. apríl.

Fornleifafræði og landnám í Garðabæ

Einn af stærri landnámsskálum sem fundist hefur á Íslandi er staðsettur í Garðabæ en rannsókn á skálanum hófst árið 1994. Í Minjagarðinum á Hofsstöðum við Kirkjulund er rústunum og lífinu í bænum gerð skil á mjög nýstárlegan hátt en það voru margmiðlunarhönnuðir sem endurhönnuðu garðinn með það fyrir augum að sýna gestum fortíðina í gegnum sérstaka sjónauka. Á Garðatorgi 7 er svo margmiðlunarsýningin Aftur til Hofsstaða staðsett en sýningin gerir okkur kleift að fræðast um söguna allt frá landnámi til okkar daga.

Fornleifafræðingurinn Hermann Jakob Hjartarson segir nemendum í 7. bekk frá því ferli sem fer af stað þegar hugsanlegar fornminjar finnast, uppgreftri og rannsóknum í kjölfarið. Hópurinn hittist í Minjagarðinum og fær fræðslu um minjarnar sem þar fundust en síðan heldur hópurinn gangandi á Garðatorg 7 og skoðar margmiðlunarsýninguna Aftur til Hofsstaða en þar má fræðast meira um hugsanlega ábúendur á Hofsstöðum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar