Bæjarráð lýsir yfir undrun á afstöðu skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar

Bæjarráð Garðabæjar tók fyrir bókun skipulagsráðs Hafnarfjarðar vegna lokunar Garðahraunsvegar (Gamla Álftanesvegar) við Herjólfsbraut á síðasta fundi sínum.
Það lýsir bæjarráð Garðabæjar yfir undrun á afstöðu skipulags- og byggingarráðs Hafnar-fjarðar þar sem ráðið mótmælir ákvörðun annars sveitarfélags við að framfylgja samþykktun skilmálum deiliskipulags.

Eðlilegt og sanngjarnt
Lokun Garðahraunsvegar við gatnamót Herjólfsbrautar er í samræmi við ákvæði í deiliskipulagi sem gildir um íbúðarbyggð í Garðahrauni (Prýðahverfi) sem upphaflega var samþykkt árið 2003, sbr. breytingu frá árinu 2017. Það verður að teljast mjög eðlilegt og sanngjarnt gagnvart fjölmörgum íbúum Prýðahverfis að staðið sé við þær skuldbindingar sem fram koma í deiliskipulagi sem bæjarstjórn hefur samþykkt. Það ætti að vera skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar skiljanleg afstaða. Aukning á umferð í norðurbæ Hafnarfjarðar er lang líklegast tilkomin vegna umferðar íbúa Hafnarfjarðar sem áður fóru til síns heima í gegnum íbúðahverfi í Garðabæ.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar