Bæjarráð leggur áherslu á rétt barna

Tilkynning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu var tekin fyrir á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag.

Þar tók bæjarráð undir sjónarmið ráðuneytisins varðandi mikilvægi þess að í skólastarfi sé tryggt að fram fari fræðsla um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnarétti. Undir það fellur meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismun.

Bæjarráð leggur áherslu á rétt barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til menntunar, heilsuverndar, verndar gegn ofbeldi og upplýsinga um málefni sem þau varða. Bæjarráð lýsir yfir stuðningi við góða og vandaða hinsegin- og kynfræðslu í skólakerfinu þar sem tekið er tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar