Bæjarfulltrúar leggja sitt af mörkum

Árlegt hreinsunarátak Garðabæjar verður að þessu sinni dagana 24. apríl – 8. maí nk. en þá eru nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar hvattir til að taka þátt.

Áslaug Hulda hafði virkilega gaman af

Flestir bæjarfulltrúar í Garðabæ létu ekki sitt eftir liggja og tóku þátt í átakinu með því að mæta við Stjörnuheimilið í gær. Þar hreinsuðu þeir og tóku upp drasl við sparkvelli Stjörnunnar og meðfram Hraunsholtslæk.

Vel gert bæjarfulltrúar og nú er vonandi að íbúar í Garðabæ fari að fordæmi bæjarfulltrúa og taki til í sínu nánasta umhverfi til að gera bæinn hreinni og fallegri.

Meiri um átakið og dugnað bæjarfulltrúa í Garðapóstinum í næstu viku.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar