Bæjarbúar athugið! Breyttur messutími á aðfangadag

Kæru Garðbæingar!

Við þökkum fyrir samleiðina á þessu hausti.  Nú nálgast jólin og þá  viljum við koma á framfæri upplýsingum varðandi tímasetningar á helgihaldinu á aðfangadag.  Við ætlum að færa hátíðarguðsþjónustuna í Vídalínskirkju til kl.17:30 en hún hefur verið í tugi ára kl.18:00. 

Ástæðan er einföld, við viljum mæta barnafjölskyldunum sem þurfa að hafa matinn á góðum tíma þar sem eftirvæntingarfull börn bíða og svo líka eldra fólkinu sem vill vera í kirkjunni þegar klukkan slær 18:00 og jólin ganga í garð.   

Þá ætlum við líka að færa miðnæturguðsþjónustuna í Garðakirkju til kl.23:00 en hún hefur verið kl.23:30 undanfarin ár. Það gerum við til að fólk sé ekki alltof seint á ferðinni. 

Við minnum á fésbókarsíðu Vídalínskirkju og heimasíðuna gardasokn.is til að kynna sér helgihaldið í Garðabænum yfir jól og áramót.  Megi Guð blessa ykkur á helgri hátíð.   

Starfsfólk Garðasóknar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar