Auja sýnir Walk Through á Garðatorgi 1

Sýningin „WALK THROUGH“ er haldin á Garðatorgi 1, en sýningin var opnuð fyrir rúmir viku og verður opin alla daga til kl. 19.00.

Auja er einn af stofnendum Grósku myndlistarfélags Garðabæjar, sem stofnað var 2010. Hún hefur meðal annars setið í stjórn og gengt formennsku í félaginu. Gróska hefur haldið fjölda myndlistarsýninga, námskeiða og fleira til að auka myndlistaráhuga í bænum. Gróska hefur m.a. staðið fyrir myndlist- arsýningum á Jónsmessu undanfarin ár.

Auja var stofnandi og í stjórn Félags frístundamálara 2009-2014, sem síðar varð breytt í Litka myndlistarfélag sem hefur haldið fjölmargar sýningar og námskeið. Einnig var hún einn af stofnendum ART67 2009, gallerí á Laugavegi og starfaði þar til í maí 2018

Um sýninguna segir Auja að í amstri dagsins sé gott að hægja á sér og staldra við, njóta myndlistarinnar og velta fyrir sér lífinu og tilverunni.

Auja hefur alltaf haft mikinn áhuga á arkitektur, list, formum og litum, og er hún ansi litaglöð. Hún hefur helgað sig listinni síðan 2008 og stundað nám í málun bæði hér heima og erlendis.

Hún málar nær eingöngu með olíu finnst hún betur geta túlkað viðfangsefnið með grófum áferðum í bland við þunn lög og gegnsæi. Hún notar einnig aðra miðla til að túlka myndir sínar og finnst mjög gaman að prófa eitthvað nýtt eins og akríl, blek, grafik ofl. Hún segist fá útrás fyrir sköpun Þegar hún málar og nýtur þess að sjá eitthvað verða til þó í bland sé þetta mikil togstreita.

Fyrir framan hvítann strigann, er yfirleitt ekki komin ákveðin hugmynd heldur byrjar hún að mála, sleppir tökunum, gleymir stund og stað og lætur pensillinn ráða för og leiða hana áfram, litir þekja flötinn og eitt leiðir af öðru. Það er heillandi sjá eitthvað óvænt verða til, oftar en ekki má sjá einhverskonar óræðið landslag í málverkunum, þó það sé ekki endilega ætlunin. Landslag heillar mikið og enn meira eftir að hún fór að mála. Þegar hún horfir á náttúruna í dag sér hún hana í allt öðru ljósi, form, liti, litbryggði og fegurðina.

Auja stundaði nám hjá Guðfinnu Hjálmarsdóttur og Sigríði Einarsdóttur en fór síðan í Myndlistaskóla Kópavogs 2009-2014. Námskeið í Master class hjá Bjarna Sigurbjörnssyni 2014-2019 og módel teikningu hjá Ingibergi Magn-ússyni 2012-2014.

Námskeið í málun hjá Birthe Kjærsgaard í Grikklandi sumarið 2008 og Anne Marie Ploug, í Danmörku 2010. Grafík námskeið hjá Serhiy Savchenkov og Eduard Belky í Slóvaniu 2015. Blönduð myndlistanámskeið hjá Björn Ignatius Billedkunstskolen í Danmörku 2015 og Serhiy Savchenkov Gdynia í Póllandi 2019.
Ásamt fleiri styttri námskeiða.

Auja hefur haldið fjölda samsýninga meðal annars á Jónsmessu Gleði Grósku og einkasýningar hér heima og erlendis. Vinnustofa hennar ART AUJA er á Garðatorgi 1, 2 hæð.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar