Átu þurrkaða sveppi og fengu bæði sannar og lognar sögur

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar var farin um Reykjanes og Ölfus laugardaginn 16. sept. Ferðin hófst við Háabjalla sem er ræktunarsvæði Skógræktarfélagsins Skógfells í Vogum sem stundum er nefnt Þingvellir Reyjanesja vegna gríðarmikilla kelttaveggja líkir Almannagjá. Þar tók á móti hópnum Oktavía Ragnarsdóttir formaður félagsins ásamt móður sinni Særúnu Jónsdóttur og Ívani Frandsen.

Frá Háabjalla var ekið til Grindavíkur þar sem Guðmundur Grétar Karlsson frá Skógræktarfélagi Grindavíkur kynnti ræktun Selskógarins í hlíðum fjallsins Þorbjarnar. Benti hann á að Selskógur hafi virkað sem grjóthrunsvörn í jarðskjálftum síðustu misseri og að væntanlegur skógræktarreitur undir Suðurstrandavegi gæti mögulega virkað sem hraunrennslivörn úr eldgosum framtíðarinnar.

Frá Grindavík var ekið um Suðurstrandarveg að Bugum í Ölfusi þar sem Aðalsteinn Sigurgeirsson bauð uppá þurrkaða sveppi úr landi sínu. Þá leiddi hann hópinn um mikið skógræktarsvæði og benti meðal annars á sínar uppáhalds tegundir eins og Japanslerki, Glæsiþin, Makedóníufuru, Apahrelli og Sveighyrni. Að lokinni skoðunarferð um svæðið við Buga var ekið í skógræktarreit Vésteins Rúna Eiríkssonar við Ægismörk í Ölfusi en í Álfaborgir þeirra hjóna var gróðursettur mikil skógur árið 1947. Sagði Vésteinn sögur bæði sannar og lognar og fékk í staðinn glæný heimaræktuð vínber úr garðskála formannsins Sigurðar Þórðarsonar.

Á öllum viðkomustöðum afhenti Barbara Stanzeit stjórnarmaður Skógrækarfélags Garðabæjar plöntur sem félagsmenn munu vitja reglulega í framtíðinni í þessum fallegu skógarreitum Suðurnesja og Ölfuss.

Barbara afhendir Aðalsteini þakklætisvott fyrir höfðinglegar móttökur

Erla Bil, stofnandi Skógræktarinnar í Garðabæ, lét sig ekki vanta í ferðina

Bugar heitir skógarparadís Aðalsteins, en þar var m.a. boðið uppá þurrkaða sveppi úr skóginum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar