Atriði númer eitt er Flóttamannvegurinn – Bæjarstjóri bauð lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á rúntinn

„Mér fannst þetta tilvalið í ljósi þess að við vorum með fyrirhugaða íbúafundi, að hitta þau bæði og fara aðeins yfir öryggismálin í samgöngum bæjarins,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar sem fór á dögunum með þeim Jóni Viðari Matthíassyni og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í bíltúr um Garðabæ.

Vill tryggja umferð neyðarbíla áður en formleg opnun verður út á Flóttamannaveginn

„Atriði númer eitt var auðvitað Flóttamannavegurinn, en við ræddum einnig við þingmenn kjördæmisins um hann í kjördæmaviku. Flóttamannavegurinn og opnun út á hann frá Urriðaholti er stórt öryggis – og hagsmunamál Garðabæjar. Þetta mál er alltaf á dagskrá. Mér fannst mikilvægt að sýna þeim hvar við ráðgerum að útkeyrslur verði og hvort hægt sé að útfæra þær þannig að umferð neyðarbíla sé tryggð áður en formleg opnun verður út á veginn.“
 
Almar segir Garðabæ hafa haft náið samstarf með bæði lögreglu og slökkviliði vegna öryggismála bæjarins en að það hafi verið gott að skerpa aðeins línurnar. „Samtalið við Vegagerðina er enn í fullum gangi um Flóttamannaveg og við leggjum mikla áherslu á að vegurinn fái forgang innan samgönguáætlunar. Það gerðum við þinmönnunum alveg ljóst. Ég finn það að málið þokast í rétta átt og að þessu er sýndur skilningur. En núna þarf líka að fara að klára þessi mál á sómasamlegan hátt og við höldum Vegagerðinni við efnið áfram, meðal annars á fundi í þessari viku.“ Almar, Halla Bergþóra og Jón Viðar skoðuðu einnig nýjan afleggjara á Álftanesvegi og vegaöryggismál tengd Prýðahverfinu.

Forsíðumynd: Almar ásamt Höllu Bergþóru og Jóni Viðari í Urriðaholti. ,,Samtalið við Vegagerðina er enn í fullum gangi um Flóttamannaveg og við leggjum mikla áherslu á að vegurinn fái forgang innan samgönguáætlunar,” segir Almar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins