Enn eina ferðina er Hulda Hreindal með sýningu í Bókasafni Garðabæjar í samstarfi við Grósku félag myndlistarmanna í Garðabæ.
Hulda er myndlistarmaður desembermánaðar og sýnir hún að þessu sinni eldri verk, um 20 verk sem flest eru unnin á bilinu 2008 – 2018.
Þema sýningarinnar er Ást og Umhyggja og Þrá eftir hinu Góða, að vera Umvafin Kærleik og Hlýju. Er það ekki það sem við öll þurfum á að halda?
Hulda hefur verið með vinnustofu um árabil í Lyngási 7 Garðabæ.
Opnun sýningarinnar verður föstudaginn 2. desember klukkan 17:00 – 19:00.
Allir velkomnir – þú líka!
Sýningin er opin á opnunartíma safnsins og mun standa út árið.