Áslaug Hulda Jónsdóttir

Garðar Grásteinn – kynning á frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins fyrir prófkjör sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars nk.

Hver ert þú og hvaða sæti sækist þú eftir?
 Ég hef skipað 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og óska eftir því að gera það áfram. Ég hef verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ í rúman áratug, fyrst sem forseti bæjarstjórnar og síðustu átta ár sem formaður bæjarráðs en í gegnum bæjarráð fara helstu ákvarðanir sveitarfélagsins og stefnumótun. 
 
Ég hef víðtæka reynslu af sveitarstjórnarstiginu, stjórnsýslunni, félagsstörfum og atvinnulífinu. Ég var framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar sem rekur 19 sjálfstætt starfandi leik- og grunnskóla. Síðustu ár hef ég tekið þátt í uppbyggingu plastendurvinnslufyrirtækisins Pure North Recycling. Áður kom ég að stofnun heilbrigðisfyrirtækis sem sinnir heimaþjónustu fyrir aldraða og fatlað fólk. Ég hef setið í stjórn Viðskiptaráðs og verið formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla. 
 
Ég er grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í stjórnun frá IESE Business School. Ég er gift Áka Sveinssyni, markaðsstjóra og bassaleikara, og við eigum tvo syni á framhaldsskólaaldri. 
 
Af hverju býður þú þig fram?
 Mér finnst pólitík skipta máli og þau grunngildi sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir með lágum álögum og valfrelsi íbúa að leiðarljósi. Reynsla mín og þekking mun nýtast í forystu Sjálfstæðisflokksins. Ég er kraftmikil og vinnusöm. Ég hlusta og ég framkvæmi. 
 
Hverjar eru þínar helstu áherslur?
 • Öflugir leik- og grunnskólar eru okkur mikilvægir. Kerfisbreytingar á leikskólakerfinu, meiri stuðning inn í skólana og betri skólamat.
• Auka þarf virkni eldri bæjarbúa og nýtum tæknina. Eflum heimaþjónustu og aðra stuðningsþjónustu, lengjum opnun og tryggjum þjónustu í nærumhverfi.
• Öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla aldurshópa. Eflum frjálsu félögin og breytum nálgun. Aðstaða og aðbúnaður á að vera til fyrirmyndar, sinnum viðhaldi betur.
• Eflum miðbæinn og miðkjarna í hverfum. Nýtum opin svæði í viðburði  og uppákomur. Ávinningurinn verður skemmtilegra mannlíf og öflugra atvinnulíf.
• Uppbygging heldur áfram og við tryggjum framboð af lóðum og fjölbreyttu húsnæði. Samhliða uppbyggingu þarf byggja upp innviði.
• Lækkum fasteignaskatt og greiðum niður skuldir. Verndum umhverfið og tryggjum gott aðgengi.
• Stafræn þróun gerir þjónustuna betri og skilvirkar og við förum betur með fjármuni.
 
 
 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar