Aprílfundur Kvenfélags Garðabæjar

Aprílfundur Kvenfélags Garðabæjar verður haldinn þriðjudaginn 5. apríl nk. á Garðaholti.

Félagskonur eru nú að aðstoða við fermingarundirbúninginn í Garðasókn.
Kvenfélagið á fermingarkirtlanna sem unglingarnir skrýðast við ferminguna í Garðakirkju og Vídalínskirkju.

Við undirbúning þess aðstoða félagskonur unglinga við að máta kirtlanna til að finna réttar stærðir.

Einnig var tekið á móti greiðslu fyrir leigu á fermingarkirtlinum, sem Kvenfélagið nýtir til styrktar samfélagsins.
Á fermingardaginn í kirkjunum eru félagskonur tilbúnar með réttar stærðir fyrir hvern ungling. Það er mikið fjör og ánægjulegt að mæta unglingunum við fermingarundirbúninginn.

Konur á Urriðaholti fengu kveðju frá Kvenfélaginu með kynningu á félaginu á facebook Íbúa Urriðaholts, þar sem konum er boðin þátttaka í Kvenfélaginu.

Nýtt félagatal er að koma út til dreifingar til félagskvenna.

Á myndinni er stjórn Kvenfélags Garðabæjar. Frá vinstri: Inga Hildur Yngvadóttir, Anna Nilsdóttir, Erla Bil Bjarnardóttir, Halldóra Björk Jónsdóttir, S. Helena Jónasdóttir, Guðrún Eggertsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar