Almar spjallar við bæjarbúa í Álftaneslaug í dag

Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar mun í dag, fimmtudaginn 13. mars, bjóða íbúum upp á kaffi og spjall í Álftaneslaug. Almar verður á staðnum á milli klukkan 16:30 og 17:30. Öllum er þá velkomið að líta við og fá sér sæti með bæjarstjóra í stutta stund og eiga við hann samtal.

Hvetur fólk til að líta við hjá sér og fá sér kaffibolla

„Hugmyndin með skrifborðsflakkinu er að hitta á áhugasama íbúa og taka spjallið um það sem þeim liggur á hjarta, hvort sem það eru stór eða smá mál. Við höldum reglulega íbúafundi og þar myndast ávallt gott spjall, í fyrra prófuðum við svo að bjóða upp á opið samtal á víð og dreif um bæinn og það lukkaðist vel. Með þessu fyrirkomulagi fæ ég tækifæri til að tala við bæjarbúa á aðeins persónulegri nótum,“ segir Almar sem hvetur fólk til að líta við hjá sér og fá sér kaffibolla.

Í næstu viku, miðvikudaginn 19. mars, verður Almar í Ásgarðslaug frá klukkan 7:30 til 9:30. Flakkið heldur svo áfram á fleiri stöðum í bænum á næstu vikum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins