Aðeins munaði 41 atkvæði á Almari Guðmundssyni og Áslaugu Huldu Jónsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fram fór í gær, en lokatölur voru lesnar rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Bæði stefndu þau á oddvitasætið ásamt Sigríði Huldu Jónsdóttur, en Almar bar sigur úr býtum, Áslaug Hulda varð í öðru sæti og Björg Fenger, sem sóttist eftir öðru sæti á listanum skaust upp fyrir Sigriríðu Hulda í lokatölunum og varð þriðja og Sigríður Hulda fjórða.
Fjórar konur eru í efstu fimm sætunum á listanum, en alls þarf sex bæjarfúlltrúa til að tryggja sér meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í Garðabæ, sem fram fara 14. maí nk.
Röð og atkvæði efstu átta var þessi:
- Almar Guðmundsson, 832 atkvæði í 1. sæti
- Áslaug Hulda Jónsdóttir, 1032 atkvæði í 1.-2. sæti
- Björg Fenger, 1153 atkvæði í 1.-3. sæti
- Sigríður Hulda Jónsdóttir, 1177 atkvæði í 1.-4. sæti
- Margrét Bjarnadóttir, 828 atkvæði í 1.-5. sæti
- Hrannar Bragi Eyjólfsson, 1048 atkvæði í 1.-6. sæti
- Gunnar Valur Gíslason, 1111 atkvæði í 1.-7. sæti
- Guðfinnur Sigurvinsson, 1193 atkvæði í 1.-8. sæti
Þátttakan í prófkjörinu var mjög góða en alls tóku 2448 þátt, gild atkvæði voru 2368.