Laugardaginn 2. nóvember hélt leikfélagið Verðandi sérstaka góðgerðarsýningu á leikritinu Geimvera í Garðabæ, sem sýnt er í Urðarbrunni í FG þessa dagana.
Smekkfullt var þegar Mikael Steinn Guðmundsson (höfundur) og Gunnar Ingi Guðmundsson (fulltrúi UNICEF) komu fram á sviðið og Mikael tilkynnti að allur ágóði sýningarinnar myndi renna til stuðnings barna sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátakanna á GAZA. Frábært þegar látið er gott af sér leiða.
Alls söfnuðust um 362.000 krónur á sýningunni, sem var fjörug og ungir áhorfendur duglegir við að koma með ábendingar, spurningar og annað slíkt, jafnvel til leikaranna sjálfra á sviðinu, mjög skemmtilegt.
Í lok sýningar fengu svo allir sem vildu ,,geimverumyndir“ eins og myndin ber með sér.
Lokasýning verður sunndaginn 10.nóvember kl.17.00 og eftir það fer geimveran á vit nýrra ævintýra.