Alls bárust 233 tilboð í lóðir við Kumlamýri og í Prýðahverfi

Það var mikil eftirspurn eftir 4 parhúsalóðum við Kumlamýri og 8 einbýlishúsalóðum í Prýðahverfi, en tilboð í byggingarétt fyrir lóðirnar voru opnuð á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag.

Alls bárust 233 tilboð í þessar 12 lóðir. Samtals bárust 161 tilboð í byggingarrétt lóða við Kumlamýri 5-7, 6-8, 17-19 og 21-23 og 72 tilboð bárust samtals í byggingarrétt lóða við Garðprýði 2, 4 og 6. Kjarrprýði 1, 2 og 3 og Steinprýði 2 og 11

Tilboðin komu frá söluaðilum, þ.e. Torg – fasteignasölu, Garðatorg eignamiðlun, Fasteignamarkaðinum og Fasteignasölunni Miklaborg.

Tilboðin verða skráð, flokkuð nánar og tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 11. júní 2024.

Forsíðumynd: Tilboðin skoðuð! F.v. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, Guðlaugur Kristmunds-son, Margrét Bjarnardóttir og Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúar

Samtals bárust 161 tilboð í byggingarrétt lóða við Kumlamýri
Parhúsalóðir i Kumlamýri
8 einbýlishúsalóðir voru í boði í Prýðahverfi og bárust 72 tilboð í þær

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar