Allir færast upp um sæti nema Almar og Gunnar Einarsson tekur sæti á listanum

Á fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ í gærkvöldi var framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 14. maí nk. samþykktur.

Almar Guðmundsson, sigurvegari í prófkjöri flokksins 5. mars sl., skipar fyrsta sæti, en aðrir frambjóðendur í prófkjörinu færast upp um eitt sæti á listanum þar sem Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem varð önnur í prófkjörinu, þáði ekki sæti á listanum. Þá skipar Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ heiðursæti listans, en hann lætur af störfum sem bæjarstjóri í maí nk.

Áslaug Hulda Jónsdóttir mætti á fundinn og óskaði félögum sínum góðs gengis og notaði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tækifærið og þakkað henni fyrir vel unnin störf í þágu Garðbæinga og Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, en Áslaug Hulda er afar reynslumikill sveitarstjórnarmaður. Hún tók fyrst sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ árið 1994 og í sveitarstjórnarkosningunum 2010 skipaði hún svo 1. sæti á framboðslista flokksins og hefur gert allar götur síðan. Hún hefur gegnt embætti forseta bæjarstjórnar og verið formaður bæjarráðs Garðabæjar undanfarin ár.

Framboðslistinn er eftirfarandi:

  1. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
  2. Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi.
  3. Sigríður Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
  4. Margrét Bjarnadóttir, matreiðslumaður og laganemi.
  5. Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur.
  6. Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
  7. Guðfinnur Sigurvinsson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varabæjarfulltrúi.
  8. Stella Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi.
  9. Harpa Rós Gísladóttir, mannauðssérfræðingur.
  10. Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi.
  11. Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur.
  12. Sigrún Antonsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
  13. Eiríkur Þorbjörnsson, Msc. í öryggis- og áhættustjórnun.
  14. Inga Rós Reynisdóttir, viðskiptastjóri.
  15. Vera Rut Ragnarsdóttir, viðburðastjóri og sjúkraliði.
  16. Sveinbjörn Halldórsson, löggiltur fasteignasali.
  17. Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri.
  18. María Guðjónsdóttir, lögfræðingur.
  19. Kristjana Sigursteinsdóttir, kennari.
  20. Guðjón Máni Blöndal, háskólanemi.
  21. Stefanía Magnúsdóttir, fv. formaður félags eldri borgara í Garðabæ.
  22. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar