Álftanes nýtur sívaxandi vinsælda- Spennandi íbúðir við Hestamýri á Álftanesi komnar í sölu

Álftanes er náttúruperla enda oft lýst sem sveit í borg þar sem fólk býr í rólegu og fallegu umhverfi með alla innviði við hendina. Álftanes nýtur því sívaxandi vinsælda sem staður til að búa á og um þessar mundir á sér stað töluverð uppbygging á nesinu. Nýlega komu á sölu vandaðar og rúmgóðar íbúðir við Hestamýri 1-3 sem byggingaverktakinn Flotgólf ehf reisir.

Gunnar Sverrir Harðarson
Guðlaugur Jónas Guðlaugsson

Garðapósturinn heyrði í Guðlaugi Jónasi Guðlaugssyni og Gunnari Sverri Harðarsyni hjá fasteignasölunni ReMax og athugaði stemmninguna. ,,Til að byrja með hefst sala á íbúðum við Hestamýri 1, sem er vandað og vel skipulagt fjölbýlishús með 28 íbúðum og lyftu,” segir Gunnar Sverrir, en stæði í bílageymslu fylgir með öllum íbúðunum og með 16 af þeim íbúðum fylgir aukalega sér bílskúr í bílageymslu. Þær íbúðir eru þá í raun með tvö bílastæði í bílageymslu og inn af sumum bílskúrum er sér geymsla, en hjá öðrum er geymsla staðsett á geymslugangi.

Vel skipulagðar og vandaðar íbúðir með loftskiptakerfi

Íbúðirnar eru tveggja til fjögurra herbergja íbúðir frá 93 fermetrum upp í tæpa 200 fermetra og Gunnar Sverrir segir að íbúðirnar séu einstaklega fallegar og vel í þær lagt. ,,Íbúðirnar eru hannaðar að innan af Sæbjörgu Guðjónsdóttir innanhúshönnuði. Innréttingar eru vandaðar og steinn á borðum. Útsýnið er glæsilegt, stórar stofur, gólfhiti og aukin lofthæð. Íbúðirnar eru allar með gólfsíðum gluggum svo hægt sé að njóta fallegs útsýni til sjávar og fjalla, yfir Álftanes og víðar,” segir Guðlaugur og Gunnar bætir við. ,,Inn- réttingar eru sérsmíðaðar með fallegu efnisvali og ná upp í loft. Innréttingar koma frá Parka og heimilistæki eru frá Ormsson. Flísar í íbúðum eru hágæða ítalskar flísar frá Porcalenosa. Fallegt 12mm harðparket frá Parka er á öllum íbúðum. Gólfhiti er í öllum íbúðarrýmum. Allar íbúðir eru með loftskiptikerfi sem tekur loft inn og út úr hverju rými. Þetta kerfi nýtir líka afgangsvarma frá útloftun til þess að hita kalt ferskt loft sem tekið er inn og með því getur orka sparast.”

Allar íbúðir fullbúnar með innréttingum, tækjum og gólfefnum

,,Öllum íbúðum er skilað fullbúnum með innréttingum, tækjum og gólfefnum. Á þriðju hæð, efstu hæð. Er þriggja metra lofthæð í íbúðum og Free-at-home kerfi. Þaksvalir þar eru með heitum potti,” segir Guðlaugur,
en húsið er klætt með álklæðningu frá Málmtækni pönnur og trapísuklæðning til skiptis.

80 sameiginleg bílastæði

Þeir félagar segja að hjólageymslur séu í kjallara fyrir hvert stigahús og sameiginleg hjólageymsla er í garði á milli húsana ofaná bílgeymslunni. Lóðin er sameiginleg fyrir Hestamýri 1-3. Á milli húsanna eru 80 sameiginleg bílastæði og þar af eru 5 sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða.

Afhending íbúða er áætluð 1. september 2024. Hægt er að bóka skoðun hjá Guðlaugi og Gunnari með tölvupósti á netfangið: [email protected] eða og gunnar@ remax.is

Myndirnar eru af tilbúinni sýningaríbúð (íbúð 203 ) og gefa þær hugmynd um útlit íbúða.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar