Álftanes er Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna

Álftanes er Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna A-liða í knattspyrnu eftir glæsilegan sigur gegn Breiðabliki í hreinum úrslitaleik þann 8. september sl. Álftanes vann leikinn 3-2 eftir hörkuleik, en það voru um 200 manns sem fylgdust með leiknum og studdu við bakið á stelpunum sem voru að etja kappi. Vel gert stelpur.

Mynd: Íslandsmeistarar! E.r.v, María Rún Björgvinsdóttir þjálfari, Kamilla Freysdóttir, Ólína Hólmsteinsdóttir, Halla Hólmsteinsdóttir, Eydís Guðmundsdóttir, Bríet Dagbjartsdóttir, Maggy Ashipala, Jóhannes Sigurðsson þjálfari. N.f.v., Aníta Guðfinnsdóttir, Inga Guðmundsdóttir, Viktoría Skarphéðinsdóttir og Ásta Evertsdóttir. Mynd: aðsend.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar