Ævintýrasigling til Íslands fyrir alla fjölskylduna

Laugardaginn 15. október kl. 13 fer fram áhugaverð fjölskyldustund á Bókasafni Garðabæjar. Fyrir rúmlega 1000 árum byrjaði landnámsfólk að setjast að á Íslandi. Siglingin til Íslands var löng og gat verið hættuleg. Það var líka erfitt að rata en þá notaði fólk sólina á daginn og stjörnurnar um nætur til að finna rétta átt.
Það er Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur sem leiðir fjölskyldustundina en hún segir frá ferðalögum landnámsfólks til Íslands, skipum þeirra og sögur af sæskrímslum sem gátu orðið á vegi þess. Þá munu þátttakendur skoða gömul Íslandskort með Dagrúnu og hvaða hugmyndir fólk virðist hafa haft um Ísland á þessum tíma, áður en við útbúum okkar eigin kort sem sýna ferðir landnámsfólksins og þau ævintýri sem þau gátu lent í á leið sinni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar