Laugardaginn 15. október kl. 13 fer fram áhugaverð fjölskyldustund á Bókasafni Garðabæjar. Fyrir rúmlega 1000 árum byrjaði landnámsfólk að setjast að á Íslandi. Siglingin til Íslands var löng og gat verið hættuleg. Það var líka erfitt að rata en þá notaði fólk sólina á daginn og stjörnurnar um nætur til að finna rétta átt.
Það er Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur sem leiðir fjölskyldustundina en hún segir frá ferðalögum landnámsfólks til Íslands, skipum þeirra og sögur af sæskrímslum sem gátu orðið á vegi þess. Þá munu þátttakendur skoða gömul Íslandskort með Dagrúnu og hvaða hugmyndir fólk virðist hafa haft um Ísland á þessum tíma, áður en við útbúum okkar eigin kort sem sýna ferðir landnámsfólksins og þau ævintýri sem þau gátu lent í á leið sinni.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins