Aðlögunartími barns á leikskóla

Fyrsta tímabil barns í leikskóla kallast aðlögunarferli, þar er grunnurinn lagður að góðum tengslum við barnið og foreldra þess. Mikilvægt er fyrir leikskóla að vinna skipulega að aðlögunarferlinu og vera vel undirbúinn undir komu nýs barns á leikskólann. Ef aðlögunarferlið gengur vel getur það haft góð áhrif á barnið alla leikskólagönguna.

Um 900 börn eru nú í leikskólum Garðabæjar og verða enn fleiri í vetur þar sem aðlögun er ekki lokið. Fjöldi barna hefur þó núna lokið aðlögun og byrjað leikskólagöngu sína í Garðabæ.

Mismunandi er eftir leikskólum hversu mörg börn hefja dvöl og aðlögunartímabilið en einnig mislangt. Þessi breytileiki skapast af því að fjöldi plássa er mismunandi eftir leikskólum. Sumir leikskólar eru með aðlögun frá byrjun ágúst til fyrstu vikunnar í október meðan aðrir eru að innrita frameftir hausti og jafnvel eftir áramót.

Þegar þessi frétt er rituð hafa öll börn sem fædd eru 2020 fram til september, fengið boð um dvöl í leikskólum Garðabæjar, auk eldri barna sem hafa flust úr öðrum sveitarfélögum til Garðabæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar