Að elska náunga sinn

Eitt af mikilvægum þáttum í uppeldi barna er að gefa þeim tækifæri til að láta um sig muna og hjálpa þeim að horfa útfyrir sig sjálf í þeim tilgangi að auka samkennd og samhug.  Það er mikilvægt að þau fái að heyra og reyna að þau eru hendur Guðs í þessum heimi.   

Börn í fermingarfræðslu kirkjunnar hafa undanfarin tuttugu og fimm ár lagt sitt af mörkum til Hjálparstarfs kirkjunnar með því að ganga í hús í sóknum um allt land með bauk hjálparstarfsins. Framlag fermingarbarna er afar mikilvægt en það safnast margar milljónir á hverju ári.  

Þessi árlega söfnun fermingarbarnanna hefst á þriðjudaginn 5. nóvember og endar föstudaginn 8.  nóvember, en þau munu skila baukunum í messu í Vídalínskirkju 10. nóvember.  Safnað er til verkefna Hjálparstarfsins í Afríku.

Fermingarbörnin fá að kynnast í fermingarfræðslunni þróunarsamvinnu og hjálparstarfi á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þau fá innsýn í líf fólksins sem býr á verkefnasvæðum Hjálparstarfsins og rætt er við fermingarbörnin um sameiginlega ábyrgð á því að allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.

Börnunum er leiðbeint um framkomu, öryggi og að gleyma ekki að vera vel klædd, áður en söfnunin hefst. Fyrir þeim er brýnt að fara alltaf tvö og tvö saman og foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að ganga með þeim. Tökum vel á móti fermingarbörnunum og hvetjum þau áfram.  

Prestar og fermingarfræðarar Vídalínskirkju

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins