Áætlað að íbúum á Álftanesi muni fjölga um 1.100 á næstu fimm árum

Mikil kraftur hefur verið í uppbyggingu í Garðabæ á síðustu árum og gert er ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu á næstu árum, þar sem ný hverfi eru að rísa, gatnagerð að verða lokið og byggingarréttur lóða í úthlutunar og söluferli. íbúafjöldi í Garðabæ var 19.551 sl þriðjudag og íbúum munu fjölga um nokkur þúsund á næstu fimm árum.

Uppbygging í Urriðaholti er á lokametrunum og þar er verið að taka 2. áfanga Urriðaholtsskóla í notkun á fyrstu mánuðum 2024 og boðinn verður út 3. áfangi skólans, en þar verður íþróttarhús og sundlaug.
Þau svæði sem eru í uppbyggingu eru á Álftanesi, í Vetrarmýri og á Hnoðraholti.

Samhliða uppbyggingu í nýjum hverfum þarf að áætla og greina þörf fyrir innviði eins og skóla og leikskóla, en Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjar- listans lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs í byrjun desember um fyrirhugaða innviðauppbyggingu á Álftanesi samfara fjölgun íbúa.

Þorbjörg fékk svör við fyrirspurnum sínum á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag er viðkemur uppbyggingu á Álftanesi

Núverandi íbúafjöldi á Álftanesi er um 2.530 og aldurssamsetning er:

• 0-1 árs – 35 (1,4%)
• 1-5 ára (leikskóli) – 146 (5,8%)
• 6-15 ára (grunnskóli) – 382 (15,1%) -þar af eru 354 í Álftanesskóla
• 16-29 ára – 494 (19,5%)
• 30-69 ára – 1253 (49,5%)
• 70+ – 202 (8%)

Fyrsta áfanga framkvæmda við gatnagerð á nýjum svæðum á Álftanesi er þegar lokið. Hafnar eru framkvæmdir við byggingu íbúðarhúsa á svæðunum og má gera ráð fyrir að svæðin verði fullbyggð innan fimm ára.

400 nýjar íbúðir á Álftanesi

Um er að ræða byggingu 400 íbúða sem skiptist eftirfarandi:

• Breiðumýri 252 íbúðir
• Kumlamýri 26 íbúðir
• Víðiholt 70 íbúðir
• Krókur 52 íbúðir

Heildarfjöldi íbúa á Álftanesi verður 3600 eftir fimm ár

Við gerð skipulagsins var gert ráð fyrir meðalfjölda íbúa í íbúð væri 2,7 og er því áætluð fjölgun íbúa um 1.050- 1.100 á Álftanesi. Heildarfjöldi íbúa verður þá um 3600. Ef áætlað er að íbúasamsetning verði sambærileg og hún er í dag eða 5,8 % af þeim íbúum verði leikskólabörn og 15,8% á grunnskólaaldri má miða við eftir-farandi fjölgun á nemendum.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans

Reiknað með að snamsetning nýbúa verði sambærileg Urriðaholti

Hins vegar er líklegt að samsetning nýbúa á Álftanesi verði frekar sambærileg og í Urriðaholti, það er að frekar ungt barnafólk flytji á svæðið en þar er 10% íbúa börn á leikskólaaldri og 19% íbúa börn á grunnskólaaldri og er það hámarks spá. Líklegt er þó að jafnvægi náist og að þá verði samsetning íbúa með sambærilegum hætti og hún er í dag.

Heildarfjöldi barna í leik og grunnskóla eftir 5 ár eða eftir að uppbygging á framangreindum hverfum líkur:

  • 1-5 ára (leikskóli) 209 börn (háspá 254)
  • 6-16 ára (grunnskóli) 570 börn (háspá 604)

Núverandi húsnæði tekur:

  • 1-5 ára (leikskóli) 200 börn
  • 6-16 ára (grunnskóli) 450 börn
  • Huga þarf að stækkun á núverandi húsnæði leik- og grunnskóla til að mæta fjölgun nemenda á næstu árum vegna fjölgunar íbúa.

Áætlun um fjölgun íbúða á næstu fimm árum

Í lok árs 2024 verði flutt inn í 40% af nýju húsnæði og íbúafjölgun um 17% miðað við íbúafjölda í dag.
o íbúafjöldi 2978 íbúar
o leikskólabörn 173 börn (háspá 191)
o grunnskólabörn 471 börn (háspá 484) (ATH um 28 börn eru í grunnskóla utan Álftaness)

Í lok árs 2025 verði flutt inn í 20% til viðbótar af nýju húsnæði og íbúafjölgun þá 27% miðað við íbúafjölda í dag
o íbúafjöldi 3208 íbúar
o leikskólabörn 186 börn (háspá 214)
o grunnskólabörn 507 börn (háspá 528)

Í lok árs 2026 verði flutt íbúafjölda í dag inn í 15% til viðbótar af nýju húsnæði og íbúafjölgun þá 33% miðað við íbúafjölda í dag.
o íbúafjöldi 3356 íbúar
o leikskólabörn 195 börn (háspá 229)
o grunnskólabörn 530 börn (háspá 556)

Í lok árs 2027 verði flutt inn í 15% til viðbótar af nýju húsnæði og íbúafjölgun þá 39% miðað við íbúafjölda í dag
o íbúafjöldi 3518 íbúar
o leikskólabörn 204 börn (háspá 245)
o grunnskólabörn 556 börn (háspá 587)

Í lok árs 2028 verði flutt inn í 10% til viðbótar af nýju húsnæði og íbúafjölgun þá 43% miðað við íbúafjölda í dag
o íbúafjöldi 3610
o leikskólabörn 209 börn (háspá 254)
o grunnskólabörn 570 börn (háspá 604)

Stækkun á leikskólahúsnæði tilbúið í lok árs 2025 og grunnskóla árið 2026

Eins og sést er ljóst að stækkun á leikskólahúsnæði þarf að vera tilbúin í lok árs 2025. Þá liggur fyrir að stækkun á grunnskólahúsnæði þyrfti að vera tilbúin árið 2026. Gert er ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar á leik- og grunnskólum árið 2025 og stendur yfir undirbúningur þessara framkvæmda og nánari útfærsla á þeim sem verður svo kynnt sérstaklega.

Götur og vegir á Álftanesi ráða vel við þá umferð sem hlýst af auknu byggingarmagni

Þá vildi Þorbjörg líka hvort umferðaráhrif hafi verið metin samhliða uppbyggingunni á Álftanesi, t.d. um Breiðumýri þar sem mörg börn fara um í og úr skóla? Er áætlað að ráðast í aðgerðir til að auka umferðaröryggi á svæðinu? Verða t.d. sett upp gangbrautarljós við Breiðumýri?

Unnin var umferðargreining þegar skipulagsvinna vegna miðsvæðis var í vinnslu (Breiðamýri, Kumlamýri, Krókur og Þórukot) þar sem fram kemur að götur og vegir á Álftanesi ráði vel við þá umferð sem hlýst af auknu byggingarmagni. Þar var að vísu ekki gert ráð fyrir Víðiholti. Í svari við athugasemd sem gerð var við Víðiholt, kemur fram að það sé mat Garðabæjar að það sama eigi við þó Víðiholtið bætist við.

Einnig hafa verið skoðaðar umferðaröryggisaðgerðir á Álftanesi og þá sérstaklega í kringum skólann, gerð hefur verið ferðavenjukönnun skólabarna sem er hluti af umferðaröryggisáætlun Garðabæjar og unnið er eftir til að bæta öryggi.

Umferðaröryggi er í stöðugri skoðun og sérstaklega í kringum skóla. Ekki hefur verið ákveðið að setja gönguljós við Breiðumýri en þau eru góður kostur þar sem umferð er um 8000 bílar á dag. Upphækkaðar og vel sýnilegar gangbrautir verða settar á Breiðumýri til að bæta umferðaröryggi gangandi vegfarenda og metið verður hvort þörf er á gönguljósum.

Forsíðumynd: Yfirlitsmynd af uppbyggingarsvæðum á Álftanesi (Myndina tók Reynir Hlíðar)

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar