808 íbúðir í byggingu í Garðabæ

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) stóð að talningu íbúða í byggingu á landinu öllu sem hófst í mars sl. og lauk í maí síðastliðinn. Í talningunni er lagt mat á framvindu hverrar íbúðar í þeim tilgangi að fá betri yfirsýn yfir hvenær áætlað er að komi á markað.

Garðabær í sjötta sæti hvað varðar íbúðir í byggingu sem hlutfall af núverandi fjölda íbúða

Hvað varðar fjölda íbúða í byggingu sem hlutfall af núverandi fjölda íbúða þá er Garðabæ í sjötta sæti með 12,2% hlutfall, en í sveitarfélagið Vogar er að byggja flestar íbúðir miðað við núverandi fjölda íbúða í sveitarfélaginu, en hlutfallið er 27.2%. Hvað höfuðborgarsvæðið varðar þá er Garðabæ í öðru sæti en hlutfallslega er meira byggt í Hafnarfirði, en hlutfallið þar er 15,8%. Kópavogsbær er með hlutfall upp á 6,1% eins og Mosfellsbær. Reykjavíkurborg er með 4,3% hlutfall.

Samkvæmt HMS er útlit fyrir að Hafnarfjarðarkaupstaður og Garðabær haldi áfram að stækka mest á höfuðborgarsvæðinu en þar eru flestar íbúðir í byggingu sem hlutfall af núverandi íbúðafjölda.
Garðabær í fjórða sæti hvað varðar íbúðir í byggingu

Hvað varðar framvindustig uppbyggingar húsnæðis eftir sveitarfélagi þá niðurstaða marstalningar HMS sú að í Garðabæ eru samtals 808 íbúðir í byggingu.

149 eru á framvindarstigi 1,
49 á framvindarstigi 2,
258 eru á framvindarstig 3,
227 á framvindarstigi 4
36 á framvindarstigi 5
40 á framvindarstigi 6
49 eru á framvindarstigi 7

Aðeins þrjú sveitarfélög eru að byggja fleiri íbúðir, en Garðabær samkvæmt talningu HMS. Það er Reykjavíkurborg með 2.432 íbúðir, Hafnarfjörður með 1.663 íbúðir og Kópavogur með 900 íbúðir. Næst á eftir Garðabæ er sveitarfélagið Árborg með 605 íbúðir í byggingu.

Hvað merkja framvindustiginn!
Framvindustig 1: Byggingarleyfi hefur verið gefið út. Jarðvinna er hafin. Framvindustig 2: Vinnu við undirstöður er lokið.
Framvindustig 3: Jarðvegslagnir eru frágengnar. Botnplata er tilbúin. Vinna við að reisa burðarvirki er hafin.
Framvindustig 4: Burðarvirki er fullreist og bygging er lokuð fyrir veðri og vindum svo hún geti talist fokheld.
Framvindustig 5: Útveggir er fullbúnir með endanlegri klæðningu. Gluggar og útihurðir eru uppsettar og búið að glerja. Þak og þakkantar fullfrágengið. Innveggir tilbúnir fyrir málningu. Gólf tilbúin fyrir endanleg gólfefni. Loft tilbúin fyrir klæðningu eða málningu.
Framvindustig 6: Loft eru klædd eða máluð. Innréttingar eru uppsettar. Lóð er tilbúin fyrir endanlegt yfirborð.
Framvindustig 7: Byggingu að mestu lokið skv. hönnunargögnum.

Helstu niðurstöður nýjustu talningar eru þessar:
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 8.791 íbúð á landinu öllu samanborið við 8.113 í talningunni í september sl. og 7.260 í talningunni í mars í fyrra. Aukningin frá því á sama tíma í fyrra nemur 21,1%.
Á Höfuðborgarsvæðinu eru 69,7% af öllum þeim íbúðum sem eru í byggingu saman- borið við 70,2% í september síðastliðnum.

Á landsbyggðinni hefur íbúðum í byggingu fækkað um 82 íbúðir eða um 8,4% frá síðustu talningu. Ef gerður er samanburður við talninguna í mars fyrir ári síðan þá hefur íbúðum í byggingu á landsbyggðinni fjölgað um 186 íbúðir frá þeim tíma eða um 26,1%.

Mesta aukningin er á framvindustigi 4 þar sem íbúðir teljast fokheldar. Aukning er um 1.011 íbúðir frá síðustu talningu og um 1.307 íbúðir frá sama tíma í fyrra sem er fjölgun um um rúmlega helming.

Mikil aukning er á framkvæmdum þar sem framvinda stendur í stað á milli talninga og vísbendingar um að hægt hafi á framkvæmdum sem leiðir til að fleiri íbúðir teljast nú í byggingu. Flestar þær íbúðir eru á höfuðborgarsvæðinu.

Út frá talningunni áætlar HMS að 2.843 fullbúnar íbúðir komi á markað á landinu öllu á þessu ári og 2.814 íbúðir á næsta ári.

Garðabær heldur áfram að stækka mest

Samkvæmt HMS er útlit fyrir að Hafnarfjarðarkaupstaður og Garðabær haldi áfram að stækka mest á höfuðborgarsvæðinu en þar eru flestar íbúðir í byggingu sem hlutfall af núverandi íbúðafjölda.

Mynd: Uppbygging á Álftanesi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar