80% þátttakanda segja breytingu á andlegri og félagslegri líðan

Verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ í Garðabæ hefur verið starfrækt frá árinu 2021. Verkefnið er samvinnu-
verkefni Félags eldri borgara í Garðabæ og Janusar heilsueflingar, en Janus heilsuefling hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri og að baki heilsueflingunni liggja niðurstöður doktorsrannsóknar Janusar Guðlaugssonar. Markmið verkefnis-ins er að koma til móts við einstaklinga sem vilja efla heilsu sína og lífsgæði þrátt fyrir hækkandi aldur.

Reglulega lætur Janus heilsuefling gera þjónustukönnun á meðal þátttakanda og er niðurstaðan úr síðustu könnun mjög áhugaverðar og jákvæðar, en spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur í Garðabæ.

Verkefnastjóri og aðal heilsuþjálfari verkefnisins í Garðabæ er Sævar Þór Gylfason, íþrótta- og heilsufræðingur.

Helstu niðurstöður í Garðabæ eru eftirfarandi, en verkefnið er unnið í samvinnu við Félag eldri borgara í Garðabæ (FEBG).

· Alls 88% þátttakenda segir að þjónustan sem veitt sé í verkefninu; Fjölþætt heilsuefling 65+ á vegum Félags eldri borgara í Garðabæ í samvinnu við Janus heilsueflingu sé mjög góð og 11% segja að hún sé góð.

· Aðeins 1% þátttakenda segir að hún sé hvorki góð né slæm.

· Þegar spurt er um hvort þátttakendur finni fyrir jákvæðum breytingum á andlegri og félagslegri líðan segja 20%að hún sé mjög jákvæð, 60% segja að hún sé jákvæð og 20% að hún sé svipuð.

· Þegar spurt er um hvort þátttakendur finni fyrir jákvæðum breytingum á líkamlegri líðan sinni eftir að þeir hófu þátttöku svara 92% því að þeir finni fyrir jákvæðum (73%) eða mjög jákvæðum (19%) breytingum og 8%telja að líkamleg líðan sé svipuð.

· Að lokum eru þátttakendur beðnir um að gefa starfsmönnum Janusar heilsueflingar sem sjá um starfsemina í Garðabæ einkunn á bilinu 0 til 100. Starfsmennirnir fá einkunnina 96 sem verður að teljast einstakur árangur.

Rétt er að taka það fram að verkefnastjóri og aðal heilsuþjálfari verkefnisins í Garðabæ er Sævar Þór Gylfason, íþrótta- og heilsufræðingur.

Forsíðumyndin er tekin þegar skrifað var undir samninginn vegna verkefnisins Fjölþætt heilsuefling 65+ í Garðabæ

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar