78 Fyrirmyndarfyrirtæki og 45 Framúrskarandi fyrirtæki staðsett í Garðabæ 2024

Af alls 1.643 fyrirmyndarfyrirtækjum á Íslandi eru 70 þeirra staðsett í Garðabæ samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri fyrir árið 2024 og fækkar þeim um 8 frá því í fyrra.

4% Framúrskarandi fyrirtækja staðsett í Garðabæ

Alls eru 45 Framúrskarandi fyrirtæki staðsett í Garðabæ samkvæmt árlegri útnefningu Creditinfo og fjölgar þeim um eitt frá því í fyrra, en í öllum tilvikum eru þessi 45 Framúrskarandi fyrirtæki einnig Fyrirmyndarfyrirtæki. Alls eru 1.133 sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja í ár og af þeim eru 4% staðsett í Garðabæ.

Tvö fyrirtæki í Garðabæ eru á topp 20 lista Framúrskarandi fyrirtækja yfir stór, meðalstór eða lítil fyrirtæki, en þau eru Marel sem er í 13. sæti á lista yfir stór fyrirtæki og Endurskoðun og ráðgjöf ehf, sem er í 9. sæti á lista yfir lítil fyrirtæki.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins