600 nemendur og 600 fuglar

Barnamenningarhátíð í Garðabæ 4. – 7. maí

Skólahópar munu fylla Hönnunarsafn, Bókasafn og yfirbyggð torg Garðatorgs á Barnamenningarhátíð sem haldin verður dagana – 7. maí.

Hverafuglar á fuglabjargi

Smiðjur og dans eru á dagskrá og auk þess sýningar á myndskreyttum ljóð leikskólabarna á Bókasafni og á Garðatorgi 1 sýningin Hverafuglar á fuglabjargi en þar verða sýndir fuglar sem nemendur í 5. – 7. bekkjum allra grunnskóla Garðabæjar unnu í Hönnunarsafni Íslands.

Að þessu sinni verður ekki mögulegt að bjóða allri fjölskyldunni upp á dagskrá en að sögn Ólafar Breiðfjörð menningarfulltrúa er mikils virði að skólabörn geti þó notið þess að skapa og uppgötva.

Þess má geta að 28 hópar nemenda tóku þátt eða rúmlega 600 nemendur og því verða rúmlega 600 fuglar á sýningunni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar