52 raðhúsalóðir – Gatnagerð við Krók á Álftanesi að hefjast

Í landi Króks mun rísa raðhúsabyggð sem er partur af skipulagi miðsvæðis Álftaness.
Þessa dagana er gatnagerð að hefjast við svæðið Krók á Álftanesi þar sem deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir uppbyggingu á 52 raðhúsalóðir við tvær nýjar götur, Gásamýri og Svanamýri. 

Gatnagerð og lagnavinna var boðin út í september þar sem Garðabær, Veitur ohf, HS Veitur, Ljósleiðarinn ehf og Míla ehf stóðu saman að útboði.  Lægstbjóðandi í verkið var Berg Verktakar ehf og Verkfræðistofa Reykjavíkur er með eftirlit með framkvæmdunum. Verkið felst í nýbyggingu gatna, stíga og gangstétta, lagningu fráveitukerfis og mótun og frágang ofanvatnsrása.  Auk þess sem verktaki annast vinnu við lagnir veitufyrirtækja á svæðinu. 

Áætluð verklok við gatnagerðina og lagnavinnuna er í lok júní 2023. 

Breytingar á golfvellinum á Álftanesi

Vegna þessarar uppbyggingar í landi Króks á Álftanesi víkja þrjár holur af golfvellinum á Álftanesi en í staðinn bætast þrjár holur við í landi Þórukots í samkomulagi við Garðabæ og aðra landeigendur.  Þessar breytingar á golfvellinum hafa verið í undirbúningi hjá Golfklúbbi Álftaness með aðstoð Garðabæjar.  Húsið Þórukot mun taka við hlutverki golfskála. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins