5 nýir bæjarfulltrúar af 11 í Garðabæ

Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Eftir að lokatölur lágu fyrir í sveitarstjórnarkosningunum í Garðabæ 11. maí sl. og eftir endurtalningu kom í ljós að fimm nýir bæjarfulltrúar munu setjast í bæjarstjórn kjörtímabilið 2022-2026, þannig að það er tölverð nýliðun í bæjarstjórn Garðabæjar.

Brynja Dan Gunnarsdóttir Framsóknarflokki – framkvæmdastjóri
Sara Dögg Svanhildardóttir Viðreisn – bæjarfulltrúi
Almar Guðmundsson Sjálfstæðisflokki – framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
Björg Fengar Sjálfstæðisflokki – forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi
Sigríður Hulda Jónsdóttir Sjálfstæðisflokki – framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi

Guðfinnur Sigurvinsson

Margrét Bjarnadóttir Sjálfstæðisflokki – matreiðslumaður og laganemi
Hrannar Bragi Eyjólfsson Sjálfstæðisflokki – lögfræðingur
Gunnar Valur Gíslason Sjálfstæðisflokki – framkvæmdasjtóri og bæjarfulltrúi
Guðfinnur Sigurvinsson Sjálfstæðisflokki – aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varabæjarfulltrúi
Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabæjarlistanum – grunnskólakennari
Ingvar Arnarson Garðabæjarlistanum – bæjarfulltrúi

Brynja Dan Gunnarsdóttir

Helsta ástæðan fyrir breytingunum er sú að margir núverandi bæjarfulltrúar ákváðu að gefa ekki kost á sér fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 11. maí sl., en aðeins einn bæjarfulltrúi sem gaf kost á sér náði ekki endurkjöri, en það var Harpa Þorsteinsdóttir í Garðabæjarlistanum, sem var í þriðja sæti á lista flokksins, en flokkurinn náði aðeins tveimur kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn. Aðeins munaði þó 12 atkvæðum að Harpa næði kjöri sem hefði þá orðið á kostnað sjöunda manns Sjálfstæðisflokksins.

Þetta er fólkið í bæjarstjórn Garðabæjar 2022-2026 sem bæjarbúar treysta á að vinni ötullega að góðum málum fyrir íbúa Garðabæjar næstu fjögur árin. Nýliðarnir eru feitletraðir

Forsíðumynd. Margrét og Hrannar Bragi eru nýliðar í bæjarstjórn

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar