38 framúrskarandi fyrirtæki í Garðabæ

Creditinfo birtir sl. fimmtudag lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2020.

Nærri fimm prósent fyrirtækjanna á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki eru í Garðabæ, þar á meðal stórfyrirtækið Marel, sem er í fyrsta sæti listans. Allt í allt eru þetta 38 fyrirtækjum af þeim 853 sem listann prýða. Af þeim eru fimm sem koma ný inn á lista, en það eru fyrirtækin Meistarasmíð, Dráttarbílar vélaleiga, Aros, Byggingarfélagið Bogi og Prentmiðlun.
 
Þrjú fyrirtæki sem heimilisfesti hafa í Garðabæ hafa óslitið verið á lista Framúrskarandi fyrirtækja frá upphafi, en það eru Vistor, Kjarnavörur og Dista.
 
Fimm efstu fyrirtækin á lista Framúrskarandi fyrirtækja sem skráð eru í Garðabæ eru Marel (í 1. sæti heildarlistans), Veritas Capital (í 40. sæti), Vistor (62. sæti), IKEA (76. sæti) og Artasan (100. sæti).

Fyrirtækið Dráttarbílar vélaleiga kemur nýtt inn á listann og Marel í Garðabæ er í efsta sæta heildarlista Creditinfo fyrir árið 2020

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins