2804 börn nýttu sér hvatapeningana

Alls áttu 3648 börn rétt á að nýta sér hvatapeninga árið 2021, en þau voru 3629 árið 2020. Drengir voru 1842, stúlkur 1806 og stálp 1 (Hagstofa Íslands).

Heildarúthlutun var rúmar 137.000.400, kr., en þetta kemur fram í skýrslu um nýtingu hvatapeninga ársins 2021, sem Kári Jónsson, íþrótta-, tómstunda- og forvarnafulltrúi, lagði fram á fundi íþróttaráðs Garðabæjar í síðustu viku.

4% aukning milli ára

2804 af 3648 börnum nýttu sér rétt sinn til hvatapeninga árið 2021, eða 77% sem er 4
prósentustigum meira en 2020.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar