Garðabær auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar. Þróunarsjóðnum er ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla í Garðabæ. Einstaka kennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við skóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu, fræðslu- og menningarsvið í samstarfi við skóla geta sótt um styrk í sjóðinn.
Til úthlutunar árið 2025 eru 28 milljónir.
Áhersluþættir Þróunarsjóðs grunnskóla 2025-2026:
- Fjölbreyttir kennsluhættir og samþætting námsgreina
- Félags-, samskipta og vináttuþjálfun með áherslu á samkennd
- Efling verklegra þátta í náttúrufræði á öllum skólastigum
- Námsefnisgerð, nýsköpun og tækni
- Samstarf heimilis og skóla
- Skólasókn; leiðir til að efla áhuga og mætingu nemenda og vinna gegn slakri skólasókn og/eða skólaforðun
Einnig er hægt að sækja um styrki til verkefna sem styðja við skólanámskrá og sérstöðu hvers skóla. Við afgreiðslu er m.a. horft til tengingar við fræðasamfélagið og samstarfs milli skóla og skólastiga.
Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. mars og verður þeim svarað fyrir 31. mars. Sótt er um í gegnum þjónustgátt Garðabæjar.