26 dansara frá Dansskóla Birnu Björns taka þátt á heimsmeistaramótinu í dansi

26 dansarar úr Dansskóla Birnu Björns mættu galvaskir til Braga í Portúgal í lok síðustu viku þar sem heims- meistaramótið í dönsum fer fram dagana 30. júní til 8. júlí.

Alls taka dansarar úr Dansskóla Birnu Björns þátt í 15 atriðum á mótinu og þeim hefur gengið vel fram til þessa. ,,Það er mikil spenna í loftinu. Þetta er í þriðja sinn sem skólinn tekur þátt í þessu stóra móti, en mörg þúsund keppendur allsstaðar úr heiminu taka þátt. Nemendur eru búnir að æfa í marga mánuði og leggja allt í þetta og þetta hefur bara gengið vel,” segir Birna Björnsdóttir sem fór að sjálfsögðu með til Braga.

Eru á aldrinum 12-20 ára

Dansararnir frá Birnu keppa nokkrum aldursflokkum á mótinu, en þeir eru á aldrinum 12-20 ára og hafa keppt daglega, jafnvel nokkrum sinnum á dag, sem af er móti. Meðal annars hefur verið keppt í sóló í nokkum flokkum eins og í Jazz, Show-dance og Lyrical. Ein dúett keppti í Show-dance og svo hefur einnig verið keppt í Small Groups í Commercial og Song and Dance. Þá er keppt í Large groups og Showdance Musical Theatre, en við dansskólann er starfandi mjög öflug söngleikjadeild.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar