258 hugmyndir bárust

1364 einstaklingar skráðu sig inn á hugmyndavefinn Betri Garðabær

Sólveig Helga Jóhannsdóttir, skipulagsfræðingur á tækni- og umhverfissviði Garðabæjar mætti á síðasta fund bæjarráðs þar sem hún gerði grein fyrir niðurstöðum matshóps varðandi verkefni sem lagt er til að fari í rafræna íbúakosningu undir heitinu „Betri Garðabær“.

23 hugmyndir í kosningu
Alls bárust 258 hugmyndir í hugmyndasamkeppni og skráðu 1346 einstaklingar sig inn á hugmyndavefinn. Skráðar voru 547 athugasemdir um innsendar hugmyndir. Matshópurinn leggur til að 23 hugmyndir fari í kosningu og hefur bæjarráð samþykkt tillögur matshópsins.

Rafræn íbúakosning 26. maí til 7. júní nk.
Rafræn íbúakosning mun fara fram dagana 26. maí til 7. júní nk. Íbúar með skráð lögheimili í Garðabæ sem verða 15 ára á kosningaárinu og eldri geta tekið þá í kosningunni

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins