2550 nemendur – Upphaf skólastarfs veturinn 2021-2022

Grunnskólar Garðabæjar tóku á móti nemendum sínum í gær, þriðjudaginn
ágúst og kennsla hófst samkvæmt stundaskrá í morgun. Í bænum starfa átta grunnskólar, sex þeirra eru reknir af bænum en tveir sjálfstætt starfandi. Nú eru 2550 grunnskólanemendur innritaðir í 1.- 10. bekk, sem er lítilleg fjölgun frá síðasta ári, en í fyrra hófu 2500 nemendur nám í grunnskólum Garðabæjar. Í Garðapóstinum í dag má finna grein um skólamálin í Garðabæ eftir Sigríði Huldu Jónsdóttur bæjarfulltrúa og formann skólanefndar grunnskóla Garðabæjar, en grein hennar birtist á vefnum, kgp.is í fyrramálið.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar