Lögð voru fram 159 óopnuð umslög með tilboðum í byggingarrétt lóða á Hnoðraholti á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag og í umslögunum 159 voru 299 tilboð. Tilboðin komu frá söluaðilum, þ.e. Torg – fasteignasölu, Garðatorg eignamiðlun og Fasteignamarkaðinum. Þá bárust umslög með tilboðum frá Miklaborg – fasteignasölu.
Alls bárust 53 tilboð í sjö einbýlishúsalóðir, en 7 hæstu tilboðin hljóðuðu samtals upp á 225 milljónir króna. Hæsta tilboðið í staka einbýlishúsalóð, Útholt 14, hljóðaði upp á 34,5 milljónir, en að meðaltali var boðið 32.242.857 kr. í hverja einbýlishúsalóð.
Mynd: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari Garðabæjar fylgdist með þegar starfsfólk bæjarins opnaði umslögin
með tilboðunum á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag.