225 milljónir boðnar í 7 einbýlishúsalóðir

Lögð voru fram 159 óopnuð umslög með tilboðum í byggingarrétt lóða á Hnoðraholti á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag og í umslögunum 159 voru 299 tilboð. Tilboðin komu frá söluaðilum, þ.e. Torg – fasteignasölu, Garðatorg eignamiðlun og Fasteignamarkaðinum. Þá bárust umslög með tilboðum frá Miklaborg – fasteignasölu.

Alls bárust 53 tilboð í sjö einbýlishúsalóðir, en 7 hæstu tilboðin hljóðuðu samtals upp á 225 milljónir króna. Hæsta tilboðið í staka einbýlishúsalóð, Útholt 14, hljóðaði upp á 34,5 milljónir, en að meðaltali var boðið 32.242.857 kr. í hverja einbýlishúsalóð.

Mynd: Guðjón Erling Friðriksson, bæjarritari Garðabæjar fylgdist með þegar starfsfólk bæjarins opnaði umslögin
með tilboðunum á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins