220 börn tóku þátt í sumarlestrinum

Uppskeruhátíð Sumarlesturs Bókasafns Garðabæjar var haldin í ágúst. Gunnar Helgason rithöfundur las úr nýrri bráðskemmtilegri, væntanlegri bók við mjög góðar undirtektir áheyrenda, og afhenti duglegu lestrarhestunum verðlaun.

Mikil þátttaka var í Sumarlestrinum í ár, en um 220 börn skráðu sig í átakið og skiluðu þau hátt í 500 umsagnarmiðum, um bækur sem þau lásu, í lukkukassann. Þrír lestrarhestar voru dregnir út á hátíðinni og allir virkir þátttakendur fengu glaðning. Þau heppnu voru Sara Elísabet 9 ára, Elmar Ingi 7 ára og Úlfur 9 ára. Líkt og í fyrra átti Arnar Dagur 8 ára metið í umsagnarmiðum, skilaði yfir 50 miðum í sumar og fékk hann sérstaka viðurkenningu.

Starfsfólk bókasafnsins, og ekki síst hann Bauni bókó, hvatningarmeistari Sumarlestursins í ár, óskar öllum þátttakendum innilega til hamingju með frábæran lestrarárangur og vonast til að sjá sem flesta á bókasafninu í vetur. Hafsjór af fróðleik og fjöri!

Rósa Þóra Magnúsdóttir Bókasafn Garðabæjar

Forsíðumynd: Gunnar Helgason, Úlfur, Sara Elisabet og Elmar Ingi á uppskeruhátíðinni.

Líkt og í fyrra átti Arnar Dagur 8 ára metið í umsagnarmiðum, skilaði yfir 50 miðum í sumar og fékk hann sérstaka viðurkenningu. Með honum á myndinni er Gunnar Helgason.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar