1850 félagar í Félagi eldri borgara í Garðabæ

Nýlega var aðalfundur FEBG haldinn og var hann fjölmennur en á annað hundrað manns mættu til fundarins, en félagar í FEBG eru núna 1850. Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar mætti á fundinn ásamt Björgu  Fenger formanni bæjarráðs og Svanhildi Þengilsdóttur sviðsstjóra.

Ný stjórn var kjörin en Laufey Jóhannsdóttir var endurkjörin formaður, ný í stjórn eru: Bryndís Sveinsdóttir og Magnús Halldórsson.

Lagðir voru fram ársreikningar til samþykktar. Sem og var lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
Árgjald í félaginu er 3.000. Fjárhagsleg staða félagsins er góð. 

Í fundarlok kvaddi bæjarstjóri sér hljóðs, ræddi ýmis mál sem á döfinni eru og varða málefni eldra fólks jafnframt tilkynnti að hann væri með samstarfssamning um áframhaldandi stuðning við heilsu- og líkamsrækt fyrir Eldri borgar í Garðabæ.

Samningurinn er framhald af fyrri samningi milli Garðabæjar og FEBG og tekur félagið að sér að bjóða Eldri borgurum upp á fjölbreytt heilsu- og líkamsræktarstarf og skal forvarnargildi hreyfingar og heilsuræktar vera haft að leiðarljósi í verkefninu. Sameiginlegt markmið aðila er að horfa sérstaklega til þess hóps sem er í lítilli virkni.

Forsíðumynd: Þakklætisvottur! Laufey Jóhannsdóttir formaður FEBG afhendir Kolbrúnu Thomas og Hildigunni Hlíðar blóm sem þakklæti fyrir 5 ára setu í stjórn félagsins og fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu FEBG

Stjórn FEBG! F.v. Laufey Jóhannsdóttir formaður, Jón Gunnar Pálsson, Magnús Halldórsson ( nýr í stjórn), Anna R. Möller, Bryndís Sveinsdóttir ( ný í stjórn), Eniglbert Gíslason, Finnbogi Alexandersson og Lára Kjartansdóttir
Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Laufey undirrituðu nýjan samstarfssamning á fundinum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins