14 grunnskólabörn úr Grindavík sóttu nám í grunnskólum Garðabæjar

Bæjarráði Garðabæjar tók fyrir erindi á fundi sínum sl. þriðjudag frá Grindavíkurbæ varðandi uppgjör við sveitarfélög vegna grindvískra grunnskólanemenda. 

Erindinu fylgdi skýrsla frá HLH ráðgjöf sem nefnist Aukinn kostnaður grunnskóla í kjölfar 
náttúruhamfara í Grindavík.  Í skýrslunni er samantekt um fjölda nemenda með lögheimili í Grindavík sem sækja grunnskóla sem reknir eru eða fjármagnaðir af öðrum sveitarfélögum. Við gerð skýrslunnar var kallað eftir upplýsingum frá fjórum sveitarfélögum um beinan og óbeinan kostnað vegna fjölgunar grunnskólanemenda og voru tekin viðtöl við forsvarsmenn þessara sveitarfélaga. Einnig komu fram í skýrslunni upplýsingar um heildarfjölda nemenda og hvar þeir voru skráðir í grunnskóla þegar skýrslan var unnin. 

Greiða 30% af viðmiðunargjaldi sem er rúmar 16 milljónir

Af 290 grunnskólabörnum úr Grindavík sóttu 14 nám í grunnskólum Garðabæjar. Samtals gjöld vegna þeirra barna, skv. viðmiðunargjaldskrá eru kr. 16.427.156. Bæjarráð samþykkir þá uppgjörsaðferð sem lýst er í erindinu. Þar er gert ráð fyrir að greidd verði 30% af viðmiðunargjaldskrá til Garðabæjar. Ef um er að umfram kostnað vegna sérþarfa einstakra nemanda verður gerður reikningur sem nemur þeim kostnaði. 

Mynd: Urriðaholtsskóli

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar