13.369 kjósendur á kjörskrá í Garðabæ

Þjóðskrá Íslands hefur lagt fram eintak af kjörskrá fyrir Garðabæ vegna kosninga til Alþingis sem fram eiga að fara 25. september 2021. Á kjörskrá eru samtals 13.369 kjósendur. Í Íþróttahúsinu Mýrinni er fjöldi kjósenda 11.308 og í Álftanesskóla 2.061, en kosið verður á þessum tveimur stöðum í Garðabæ.

Bæjarráð Garðabæjar hefur staðfest með vísan til 22. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, kjörskrá Garðabæjar til að gilda við kosningar til Alþingis sem fram eiga að fara 25. september 2021. Kjörskráin skal auglýst og liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg frá 14. september sl. til kjördags.

Kjósendum fjölgað um 1.652 frá 2017

Kjósendum hefur fjölgað um 1.652 frá síðustu kosningum til Alþingis 2017.

Fleiri konur á kjörskrá

Töluvert fleiri konur eru á kjörskrá en karlar, en alls eru 6.876 konur á skrá en ,,aðeins” 6.493 karlar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar