Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar kynnti Garðabæjarleiðina – lykiltölur í leikskólamálum á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag, en þar kom ýmislegt áhugvert í ljós m.a. að dregið hafa úr álagi og veikindum starfsfólks auk þess sem gert er ráð fyrir að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í ágúst.
Annars eru helstu niðurstöðu eftirfarandi:
– 12 mánaða börn fá leikskólapláss í ágúst 2024.
– Betri þjónusta. Deildir loka sjaldnar vegna fáliðunar.
– Börn dvelja skemur á leikskólum. 60%barna dvelja innan við 40 tíma á viku. – Fjölskyldur hafa meira svigrúm til að sníða vistunartíma að sínum þörfum.
– Dregið hefur úr álagi og veikindum starfsfólks.
Frekari reynsla mun komast á aðgerðirnar á næstu mánuðum og framundan er m.a. að gera viðhorfskönnun meðal foreldra, starfsfólks og stjórnenda.
Mynd frá opnun heilsuleikskólans Urriðabóls á Holtavegi í mars sl.