Þjóðskrá birti í síðustu viku upplýsingar um erlenda ríkisborgara búsetta á Íslandi, en alls voru 68.419 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. maí sl. og fjölgaði þeim um 3.834 einstaklinga frá 1. desember 2022 eða um 5,9%.
Í Garðabæ voru þann 1. maí sl. 1.196 erlendir ríkisborgarar búsettir í bænum, sem er 6.3% af bæjarbúum, sem er langt undir meðaltali fyrir landið allt, þar sem hlutfall erlendra ríkisborgara er 17,4%. Í nágrannasveitarfélögunum Kópavogi og Hafnarfirði er hlutfall erlendra ríkisborgara 17% í Hafnarfirði og 12,9% í Kópavogi.
Alls voru 19.004 íbúar búsettir í Garðabæ 1. maí sl. af þeim voru 17.808 íslenskir ríkisborgarar og 1.196 erlendir ríkisborgara eins og áður segir.
Meðalaldur íbúar í Garðabæ 38,1 ár
Meðalaldur íbúa í Garðabæ er aðeins 38,1 ár og elsti Garðbæingurinn er 98 ára. Þess má geta að í nágrannasveitarfélögunum, Kópavogi og Hafnarfirði, þá er meðalaldur í Kópavogi 38,6 ár og í Hafnarfirði 37,2 ár.
Úkraínskum ríkisborgurum fjölgar mest
Varðandi landið allt þá hefur Úkraínskum ríkisborgurum fjölgað um 33,4% frá 1. desember 2022, en alls voru 3.021 úkraínskir ríkisborgarar skráðir til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá, sem er fjölgun um 756 einstaklinga á tímabilinu. Sömuleiðis hefur orðið umtalsverð fjölgun ríkisborgara frá Rúmeníu eða um 9,6% sem eru 348 einstaklingar á umræddu tímabili og eru nú 3.971 einstaklingar með rúmenskt ríkisfang búsettir hér á landi. Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 1.101 einstaklinga eða um 4,7% og eru pólskir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi nú 24.397 samtals.
Einnig er áhugavert að skoða hlutfallslega fjölgun frá 1. desember 2022 til 1. maí , þar ber að nefna að hlutfallslega fjölgun frá Palestínu er 33,2% sem eru 103 einstaklingar og hlutfallsleg fjölgun frá Belarús er 40% eða 12 einstaklingar.
Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 611 einstaklinga eða um 0,2%. Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. maí 2023 til samanburðar við stöðuna 1. desember 2019-2022.