Um 300 manns tóku þátt í götugöngu um Kópavogsdal

Götuganga Virkni og vellíðan í Kópavogi fór fram mikilli veðurblíðu í dag. Gangan er nú haldin í þriðja sinn og tóku tæplega 300 þátt í göngunni sem hófst og lauk á Kópavogsvelli. Í tilefni 70 ára afmælis Kópavogsbæjar var afmælisbragur á göngunni og afmælissöngurinn sunginn áður en  Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri ræsti gönguna.

Mikil stemning og gleði ríkti í Kópavogsdalnum á meðan viðburðinum stóð og eftir göngu, þegar þátttakendur gæddu sér á köku og fylgdust með verðlaunaafhendingu.

Götugangan er fyrir 60 ára og eldri og er gengin 3,4 km leið um Kópavogsdal. Keppt er í þremur aldursflokkum, 60-69, 70-79, og 80 ára og eldri.

Sigurvegari annað árið í röð í heildarúrslitum karla var Sverrir Davíð Hauksson, en hann bar einnig sigur úr bítum í fyrra. Fyrst kvenna í mark var Rannveig Traustadóttir.

Sigurvegari annað árið í röð í heildarúrslitum karla var Sverrir Davíð Hauksson, en hann bar einnig sigur úr bítum í fyrra. Sverrir tók forystu strax í upphafi göngunnar og leit aldrei til baka.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins