Sjávarútvegssýningin 2022 í Laugardalshöllinni

Sjávarútvegssýningin SJÁVARÚTVEGUR / ICELAND FISHING EXPO 2022 verður haldin 21. – 23. september næstkomandi í Laugardalshöll. Þar sýna um 150 innlend og erlend fyrirtæki. Að sýningunni stendur sýningarfyrirtækið Ritsýn sf. Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri þess segist finna fyrir miklum áhuga á sýningunni bæði hér innanlands og víða um heim.

Ólafur M. Jóhannesson framkvæmdastjóri sýningarfyrirtækisins Ritsýnar sf.

Fjölbreytt og áhugaverð sýning

„Sýningin er einstaklega fjölbreytt og áhugaverð og við finnum fyrir aukunum áhuga erlendra aðila enda íslensk sjávartæknifyrirtæki í fremstu röð. Á sýningunni eru allar tegundir af fyrirtækjum er þjóna íslenskum sjávarútvegi. Gestir koma til með að sjá það nýjasta í hátækniútbúnaði er tengist fiskvinnslu og útgerð. Verða kynnt tæki og búnaður er mun hafa mikil áhrif á hina alþjóðlegu fiskvinnslu. Þá er mikið af nýjum fyrirtækjum að koma inn með sýningarbása og ber að nefna fyrirtæki sem þjóna fiskeldinu bæði á sjó og landi,“ segir Ólafur.

Trillukarl ársins krýndur

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, opnar sýninguna formlega á miðvikudag. Þar afhendir hún viðurkenningar til fjögurra aðila innan sjávarútvegsins og krýnir „Trillukarl ársins“. Sendinefnd frá Möltu mætir sérstaklega á sýninguna undir forystu dr. Alicia Bugeja Said matvælaráðherra.

Sjávarútvegssýningin er opin frá kl. 14 til 19 á miðvikudag og frá kl. 10-18 á fimmtudag og föstudag.

laugardalshöll, Sjávarútvegssýning 2019
laugardalshöll, Sjávarútvegssýning 2019

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar